Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 11. febrúar 2019 14:00
Magnús Már Einarsson
Fótboltamaðurinn laus úr haldi í Taílandi
Fótboltaaðdáendur í Ástralíu sýna Hakeem stuðning.
Fótboltaaðdáendur í Ástralíu sýna Hakeem stuðning.
Mynd: Getty Images
Fótboltamanninn Hakeem al-Araibi losnaði í dag úr fangelsi í Taílandi en þar hefur honum verið haldið síðan í nóvember síðastliðnum.

Araibi óttaðist að verða pyntaður og jafnvel myrtur ef hann yrði sendur aftur til heimalandsins, Barein.

Al­arai­bi var hand­tek­inn í Barein árið 2012, sakaður um skemmdarverk á lögreglustöð í landinu, en fékk póli­tískt hæli í Ástr­al­íu fimm árum síðar. Þar hefur hann leikið með B-deildarliðinu Pascoe Vale FC.

Alaraibi er sagður hafa verið að keppa í fótboltaleik í Barein þegar skemmdarverkin eiga að hafa verið unnin. Hann var svo að ferðast með eiginkonu sinni í Taílandi þegar hann var handtekinn í lok nóvember síðastliðnum.

FIFA blandaði sér meðal annars í málið og óskaði eftir að Araibi yrði ekki framseldur aftur til Barein.

„Það er engin grundvöllur fyrir því að halda honum lengur. Hann á rétt á því að ákveða hvert hann fer næst. Hann er frjáls maður," sagði Chatchom Akapin hjá lögreglunni í Taílandi í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner