Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 11. febrúar 2019 18:08
Ívan Guðjón Baldursson
Fréttamaður ESPN: Ramsey verður ekki launahæstur
Mynd: Getty Images
BBC og Sky Sports eru búin að greina frá því að Aaron Ramsey mun fá 400 þúsund pund í vikulaun hjá Juventus þegar hann gengur í raðir Ítalíumeistaranna næsta sumar.

Það myndi gera hann að launahæsta breska knattspyrnumanni sögunnar og launahærri heldur en Mesut Özil, sem er launahæsti leikmaður Arsenal.

Gabriele Marcotti, fréttamaður hjá ESPN, Times og Corriere dello Sport telur upplýsingarnar vera rangar. Ramsey mun ekki fá meira heldur en 250 þúsund í vikulaun.

Fréttamennirnir eru þó allir sammála um að Ramsey hafi staðist læknisskoðun og mun skrifa undir fjögurra ára samning við Juventus.
Athugasemdir
banner
banner