Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 11. febrúar 2019 20:40
Ívan Guðjón Baldursson
Jökull átti stórleik - Júlíus skoraði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jökull Andrésson átti stórleik er unglingalið Reading tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum unglingabikarsins.

Jökull er 17 ára markvörður og var besti maður leiksins þrátt fyrir að fá tvö mörk á sig í 2-2 jafntefli gegn Birmingham. Hann er að gera góða hluti hjá Reading og er mikils vænst af honum í framtíðinni.

Júlíus Magnússon skoraði úr vítaspyrnu í 0-7 sigri unglingaliðs Heerenveen gegn Achilles 29 í Hollandi. Júlíus verður 21 árs í sumar og á 33 leiki að baki fyrir yngri landslið Íslands.

Jón Dagur Þorsteinsson lék þá allan leikinn er Vendsyssel tapaði fyrir Midtjylland í danska boltanum. Jón Dagur og félagar eru með 19 stig eftir 22 umferðir á meðan Mið-Jótlendingar eru í öðru sæti, með 47 stig.

Birmingham U23 2 - 2 Reading U23

Vendsyssel 0 - 1 Midtjylland
0-1 K. Hansen ('24)

Jong Achilles 29 0 - 7 Jong Heerenveen
0-6 Júlíus Magnússon ('66, víti)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner