Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 11. febrúar 2019 08:41
Magnús Már Einarsson
Kantmaður Leeds efstur á óskalista Liverpool
Powerade
Jack Clarke er orðaður við Liverpool.
Jack Clarke er orðaður við Liverpool.
Mynd: Getty Images
Matthijs De Ligt er eftirsóttur.
Matthijs De Ligt er eftirsóttur.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru mætt með slúður dagsins. Skoðum pakka dagsins!



Ole Gunnar Solskjær verður ráðinn stjóri Manchester United til frambúðar. Félagið gæti hins vegar beðið með að opinbera það þar til í lok tímabils. (Sun)

Solskjær hefur sagt brasilíska miðjumanninum Fred að hann muni koma við sögu á lokakafla tímabilsins. Fred var ekki í leikmannahópnum gegn Fuhlham um helgina. (Manchester Evening News)

Rafael Benítez, stjóri Newcastle, hefur trú á að miðjumaðurinn Miguel Almiron (25) geri strax góða hluti með liðinu. Almiron varð í janúar dýrasti leikmaðurinn í sögu Newcastle þegar hann kom frá Atlanta. (Guardian)

Peter Schmeichel segir að sonur sinn Kasper Schmeichel (32) gæti farið frá Leicester þar sem hann er ekki ánægður með Claude Puel stjóra liðsins. (Sun)

Wolves er í bílstjórasætinu í baráttunni um hinn efnilega Joao Felix (19) hjá Benfica. Mörg af stærstu félögum heims hafa áhuga á miðjumanninum. (Mirror)

Chelsea ætlar að óska eftir að fá miðjumanninn Franck Kessie (22) í skiptum ef AC Milan vill fá Tiemoue Bakayoko (24) í sumar. Bakayoko hefur verið á láni hjá AC Milan frá Chelsea í vetur. (Daily Star)

Meiðsli aftan í læri komu í veg fyrir að Leroy Fer (29) færi frá Swansea til Aston Villa á gluggadeginum. (Birmingham Mail)

Kaupvirði Bernardo Silva (24) og Aymeric Laporte (24) hefur aukist mikið eftir frábæra frammistöðu með Manchester City í vetur.
(Manchester Evening News)

Micah Richards (30) varnarmaður Aston Villa segist ekki sjá eftir neinu á ferli sínum. Richards hefur ekki spilað með Aston VIlla síðan árið 2016. (Birmingham Mail)

Leikmenn Everton fá frí í þessari viku áður en liðið fer mögulega í æfingaferð til heitari landa. Tæpar tvær vikur er í næsta leik lðisins. (Liverpool Echo)

Juventus er í bílstjórasætinu í baráttunni um Matthijs de Ligt (19) varnarmann Ajax en Barcelona, Manchester City og Liverpool eru einnig á höttunum á eftir honum. (Calciomercato)

Juventus ætlar að reyna að fá Isco (26) eða James Rodriguez (27) frá Real Madrid ef Paulo Dybala (25) fer í sumar. (Tuttosport)

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur sett Jack Clarke (18) kantmann Leeds efstan á óskalista sinn fyrir næsta tímabil. (Express)
Athugasemdir
banner
banner