Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 11. febrúar 2019 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Leikmenn West Brom borga stuðningsmannarútur gegn Leeds
Chris Brunt hefur verið hjá West Brom síðan 2007.
Chris Brunt hefur verið hjá West Brom síðan 2007.
Mynd: Getty Images
West Bromwich Albion heimsækir Leeds United í toppbaráttu Championship deildarinnar um næstu mánaðarmót.

Liðin eigast við á Elland Road föstudaginn 1. mars klukkan 19:45. Þetta er gífurlega mikilvægur leikur fyrir West Brom sem ætlar sér beint aftur upp í ensku úrvalsdeildina eftir að hafa fallið í fyrra.

Leikurinn er það mikilvægur að leikmenn West Brom hafa boðist til að greiða fyrir stuðningsmannarútur til og frá Leeds um kvöldið. Leiknum lýkur klukkan 21:45 og því verða stuðningsmenn ekki komnir heim til West Bromwich fyrr en eftir miðnætti enda 200 kílómetrar á milli borganna.

„Það bendir allt til þess að þetta verði stórleikur á Elland Road. Ef við náum að fá fleiri stuðningsmenn á leikinn með þessu framlagi okkar þá er það hið besta mál, við þurfum allan þann stuðning sem okkur býðst," sagði Chris Brunt, fyrirliði West Brom.

West Brom vann Leeds 4-1 á heimavelli í fyrri umferð tímabilsins. Leeds er í öðru sæti sem stendur, með fimm stigum meira en WBA sem á leik til góða.
Athugasemdir
banner
banner