Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 11. febrúar 2019 17:36
Ívan Guðjón Baldursson
Solskjær í viðræðum um að taka við Man Utd
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær var ráðinn sem tímabundinn stjóri Manchester United í desember og hefur hann heldur betur snúið gengi félagsins við, með tíu sigrum í fyrstu ellefu leikjunum.

Nú segja enskir fjölmiðlar að Solskjær sé í viðræðum um að taka alfarið við Man Utd en hann og umboðsmaður hans funduðu með Avram Glazer, einum af tveimur forsetum félagsins, eftir sigur gegn Fulham um helgina.

Þegar Norðmaðurinn goðsagnakenndi tók við Rauðu djöflunum virtist Meistaradeildarsæti fjarlægur draumur. Nú eru tveir mánuðir næstum því liðnir og félagið komið í fjórða sæti úrvalsdeildarinnar.

Solskjær var ekki hugsaður sem framtíðarstjóri Man Utd en nú segja heimildarmenn Independent hjá félaginu ráðninguna vera nánast óumflýjanlega.

Næstu leikir eru þó gegn PSG, Chelsea og Liverpool og gætu þeir ráðið framtíð Solskjær. Það eru þrír mánuðir eftir af tímabilinu og ákvörðun varðandi framtíðina mun ekki verða tekin fyrr en í vor.
Athugasemdir
banner
banner
banner