Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 11. febrúar 2019 09:30
Magnús Már Einarsson
Wijnaldum hljóp á klósettið í hálfleik
Átti frábæran leik á laugardaginn.
Átti frábæran leik á laugardaginn.
Mynd: Getty Images
Gini Wijnaldum var maður leiksins og skoraði laglegt mark í 3-0 sigri Liverpool á Bournemouth um helgina. Tvísýnt var um þátttöku Wijnaldum í leiknum en hann missti af síðustu æfingu Liverpool fyrir leik vegna magaverkja og var ekki með liðinu á liðshótelinu fyrir leik.

„Á fimmtudaginn fékk ég töflu frá lækninum mínum fyrir hnéð mitt. Þetta var tafla sem getur leitt til magaverkja. Ég tók töfluna og fann fyrir verkjum þannig að ég reiknaði með að það væri taflan," sagði Wijnaldum.

„Á endanum fór ég að æla og allir urðu smá hræddir. Ég æfði ekki á föstudaginn og ég svaf ekki á liðshótelinu heldur því ég hélt að þetta gæti haft áhrif á aðra leikmenn."

„Stjórinn spurði mig hvort ég gæti spilað og ég var jákvæður á það. Um morguninn var ég ennþá veikur og með niðurgang. Í hálfleik þurfti ég meira að segja að hlaupa hratt af velli til að ná að fara á klósettið. Í hálfleik hugsaði ég: 'Oh, nei,' en ég hljóp inn og náði að stjórna þessu."

Athugasemdir
banner
banner
banner