Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 11. febrúar 2020 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Aduriz: Þreyttir á að sjá Barcelona og Real Madrid vinna allt
Aritz Aduriz fagnar nýja fyrirkomulaginu í spænska bikarnum
Aritz Aduriz fagnar nýja fyrirkomulaginu í spænska bikarnum
Mynd: Getty Images
Aritz Aduriz, framherji Athletic Bilbao, er ánægður með fyrirkomulagið í spænska bikarnum og segir það gefa minni liðunum betra tækifæri á að komast lengra í keppninni.

Aduriz er 39 ára gamall og mun leggja skóna á hilluna eftir þetta tímabil en hann hefur gert eitt mark í tólf leikjum á þessari leiktíð.

Hann hefur þrisvar farið í úrslitaleik spænska bikarsins en í öll skiptin tapaði liðið fyrir Barcelona.

Fyrirkomulag spænska bikarsins var háttað þannig að liðin mættust í tveimur leikjum en nú er búið að breyta fyrirkomulaginu í einn leik, sem gefur minni liðunum betri líkur á að komast lengra.

Bilbao mætir erkifjendum þeirra í Real Sociedad í úrslitaleik bikarsins.

„Nýja fyrirkomulagi gefur þessu meira vægi. Við erum orðnir svolítið þreyttir á að sjá Barcelona og Real Madrid vinna allt," sagði Aduriz.

„Það hefur verið draumur mínn að vinna bikarinn í langan tíma og það var óraunverulegt í byrjun en við gætum verið nær því núna, þó leikurinn verði erfiður."

„Ímyndaðu þér að leggja skóna á hilluna eftir þetta tímabil og vinna bikar. Það er draumur allra,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner