Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 11. mars 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Páll Júlíusson látinn
Mynd: Internetið
Páll Júlíusson, fyrrum framkvæmdastjóri KSÍ, er látinn. Páll fæddist í Reykjavík 20. september 1936 og lést þann 27. febrúar síðastliðinn.

Af vef KSÍ
Páll var mikill áhugamaður um íþróttir allt sitt líf. Hann lék knattspyrnu með Fram á yngri árum og lagði stund á körfuknattleik. Hann hætti íþróttaiðkun fremur ungur en snéri sér þá af miklum krafti að félagsmálahlið íþróttanna. Hann sat í stjórn Körfuknattleikssambands Íslands og var m.a. formaður KKÍ í tvö ár, sat í stjórn knattspyrnudeildar Fram í nokkur ár sem og í nefndum á vegum Knattspyrnusambands Íslands. Hann vann einnig ýmis störf fyrir knattspyrnudeild KA þau ár sem hann bjó norðan heiða.

Árið 1980 var Páll ráðinn skrifstofustjóri KSÍ og sá starfstitill breyttist í framkvæmdastjóra áður en hann hætti störfum hjá KSÍ árið 1991. Eftir það var hann virkur í starfi eftirlitsmanns knattspyrnudómara í rúman aldarfjórðung.

KSÍ kveður fallinn félaga, sendir innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldu og ástvina og þakkar Páli hans mikla starf í þágu knattspyrnuhreyfingarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner