Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 11. mars 2020 19:28
Ívan Guðjón Baldursson
Tyrkland: Elmar með sigurmarkið - Viðar mátti ekki spila
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Theódór Elmar Bjarnason gerði sigurmarkið í hörkuleik í tyrknesku B-deildinni í dag.

Akhisarspor, lið Theódórs Elmars, heimsótti Adana Demirspor í umspilsbaráttunni um sæti í efstu deild.

Gestirnir í Akhisarspor tóku forystuna í fyrri hálfleik og var staðan 1-2 þegar Elmar gerði þriðja mark gestanna á 88. mínútu, skömmu áður en heimamenn minnkuðu muninn.

Lokatölur urðu því 2-3 og Akhisarspor komið í fjórða sæti, tveimur stigum fyrir ofan Adana Demirspor.

Adana Demirspor 2 - 3 Akhisarspor
0-1 S. Cikalleshi ('29)
1-1 V. Sen ('48)
1-2 O. Ayik ('54)
1-3 Theódór Elmar Bjarnason ('88)
2-3 M. Akyuz ('94)

Viðar Örn Kjartansson var þá ekki í hópi Yeni Malatyaspor sem tapaði á heimavelli gegn Trabzonspor.

Gengi Yeni hefur verið herfilegt síðustu mánuði og liðið ekki búið að vinna deildarleik síðan 15. desember.

Viðar Örn var ekki í hóp vegna þess að þetta er frestaður leikur. Viðar var ekki kominn til Yeni þegar leikurinn átti upprunalega að fara fram og því ekki gjaldgengur.

Yeni er aðeins tveimur stigum frá fallsæti eftir tapið. Trabzonspor er á toppi deildarinnar.

Yeni Malatyaspor 1 - 3 Trabzonspor
Athugasemdir
banner
banner
banner