Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 11. apríl 2018 16:21
Magnús Már Einarsson
Harry Kane fær markið skráð á sig - Salah hissa
Nær þetta mark að hjálpa Kane að ná gullskónum?
Nær þetta mark að hjálpa Kane að ná gullskónum?
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildin hefur staðfest að annað mark Tottenham í 2-1 sigrinum á Stoke um helgina verði skráð á Harry Kane. Christian Eriksen átti aukaspyrnu inn á teiginn og boltinn endaði í netinu.

Eftir leik hélt Kane því fram að hann hefði snert boltann og Tottenham óskaði eftir því að markið yrði skráð á hann.

Enska úrvalsdeildin tók málið fyrir en myndbönd af markinu voru grandskouðuð auk þess sem rætt var við Eriksen og Kane. Niðurstaðan er sú að Kane hefur fengið markið skráð á sig.

Kane er þar með kominn með 25 mörk í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu,

Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, er markahæstur í deildinni með 29 mörk en hann er hissa á að Kane hafi fengið markið skráð á sig í baráttunni um gullskóinn.





Athugasemdir
banner
banner