Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 11. apríl 2018 23:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir að Liverpool sé sigurstranglegast í Meistaradeildinni
Mynd: Getty Images
Stuart Pearce, fyrrum landsliðsmaður Englands og núverandi aðstoðarþjálfari West Ham, telur að Liverpool sé líklegasta liðið til að sigra Meistaradeildina þegar 8-liða úrslitin eru að baki.

Átta-liða úrslitin voru frábær skemmtun en Liverpool, Roma, Real Madrid og Bayern München komust lifandi frá þeim.

Liverpool vann Manchester City sannfærandi í tveggja leikja einvígi og Pearce telur að lærisveinar Jurgen Klopp séu nú sigurstranglegasta liðið í allri keppninni.

„Eftir að hafa unnið City, þá hugsar Liverpool örugglega með sér að þeir geti lyft bikarnum í ár," sagði Pearce í umræðuþættinum "The Debate" á Sky Sports í kvöld.

„Fyrir leikina gegn City hugsuðu þeir að drátturinn væri ekki góður. Þú vilt aldrei spila gegn liði frá sama landi, sérstaklega ekki gegn Manchester City eins og þeir hafa verið að spila. En Liverpool vann City tvisvar og það ætti að gefa aukið sjálfstraust."

„Af liðunum í 8-liða úrslitunum þá leit Liverpool best út. Ég tel Liverpool vera með sigurstranglegasta liðið."
Athugasemdir
banner
banner
banner