banner
   fim 11. apríl 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arna framlengir við HK/Víking
Arna Eiríksdóttir.
Arna Eiríksdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK/Víkingur hefur framlengt samning við Örnu Eiríksdóttur, sem er fædd árið 2002.

Arna lék með einu allra sigursælasta lið yngri flokka, sem Víkingur hefur alið.

Arna hefur átt fast sæti í úrtakshópum yngri landsliða um árabil og á hún fjölda landsleikja bæði með U16 og U17, eða samtals 15 leiki. Hún spilaði svo sína fyrstu leik með U19 nú í vetur, aðeins 16 ára.

Arna lék sinn fyrsta leik með meistaraflokki HK/Víkings í byrjun árs 2017 og var í leikmannahópi liðsins sem tryggði sér deildarmeistaratitil 1. deildar þá um haustið. Hún spilaði 10 leiki í Pepsi-deildinni í fyrra og alls 20 leiki á síðasta tímabili. Alls hefur hún nú spilað 30 leiki með meistaraflokki, enn á yngsta ári í 2. flokki.

Arna hefur lengst af spilað sem miðjumaður eða miðvörður, en hún er liðtæk í flestar stöður eins og mörkin þrjú með U17 og aragrúi marka með yngri flokkum Víkings bera glöggt vitni.

„Það er HK/Víkingi mikið gleðiefni að hafa endurnýjað samning við Örnu og mikið tilhlökkunarefni að fylgjast með henni á vellinum í sumar," segir í tilkynningu frá HK/Víkingi.

Penninn hefur verið á lofti hjá HK/Víkingi á undirbúningstímabilinu eins og sjá má til dæmis hér og hér.

HK/Víkingur hafnaði í sjöunda sæti Pepsi-deildar kvenna á síðasta tímabili.


Athugasemdir
banner
banner
banner