Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 11. apríl 2019 21:02
Arnar Helgi Magnússon
Evrópudeildin: Arsenal og Chelsea í flottum málum
Mynd: Getty Images
Joao Felix gerði þrennu í kvöld.
Joao Felix gerði þrennu í kvöld.
Mynd: Getty Images
Arsenal er í góðri stöðu eftir 2-0 sigur á Napoli í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Aaron Ramsey kom Arsenal yfir eftir stundarfjórðung þegar hann setti boltann í netið af stuttu færi eftir frábært spil Arsenal. Stuttu síðar átti Lucas Torreira skot á mark sem að fór af Kalidou Koulibaly og þaðan í markið.

Bæði lið fengu tækifæri til þess að skora í síðari hálfleiknum en 2-0 varð niðurstaðan á Emirates.

Chelsea mætti Slavia Prag í Tékklandi og var markalaust alveg fram að 86. mínútu þegar Marcos Alonso skallaði boltann í netið eftir sendingu frá Willian.

Afar mikilvægt útivallarmark fyrir Chelsea og er liðið í góðri stöðu fyrir síðari leikinn á Stamford Bridge.

Valencia vann frábæran sigur á Villareal í Spánar-slagnum. Gonçalo Guedes kom Valencia yfir áður en að Villareal jafnaði metin úr vítaspyrnu þegar tíu mínútur voru til hálfleiks. Daniel Wass kom Valencia yfir í uppbótartímanun og Gonçalo Guedes bætti öðru marki sínu við einnig í uppbótartímanum.

Benfica tók á móti Eintracht Frankfurt í Portúgal. Evan N'Dicka, leikmaður Eintracht Frankfurt, gerði samherjum sínum erfitt fyrir þegar að hann fékk að líta beint rautt spjald eftir einungis tuttugu mínútur.

Stuttu síðar kom João Félix heimamönnum í Benfica yfir. Luka Jovic jafnaði en João Félix var aftur á ferðinni stuttu síðar og kom Benfica yfir fyrir hálfleik. Benfica skoruðu fyrstu tvö mörk síðari hálfleiks og staðan orðin 4-1. Gonçalo Paciência klóraði í bakkann fyrir Frankfurt en lengra komst liði ekki. 4-2 fyrir síðari leikinn.

Næsta fimmtudagskvöld kemur í ljós hvaða fjögur lið tryggja sér sæti í undanúrslitin.

Arsenal 2 - 0 Napoli
1-0 Aaron Ramsey ('15 )
1-1 Kalidou Koulibaly ('25 , sjálfsmark)

Villarreal 1 - 3 Valencia
0-0 Daniel Parejo ('6 , Misnotað víti)
0-1 Goncalo Guedes ('6 )
1-1 Santi Cazorla ('36 , víti)
1-2 Goncalo Guedes ('90 )
1-2 Daniel Wass ('90 )

Benfica 4 - 2 Eintracht Frankfurt
1-0 Joao Felix ('21 , víti)
1-1 Luka Jovic ('40 )
2-1 Joao Felix ('43 )
3-1 Ruben Dias ('50 )
4-1 Joao Felix ('54 )
4-2 Goncalo Paciencia ('72 )
Rautt spjald:Obite Evan Ndicka, Eintracht Frankfurt ('20)

Slavia Praha 0 - 1 Chelsea
0-1 Marcos Alonso ('86 )
Athugasemdir
banner