Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fim 11. apríl 2019 22:06
Arnar Helgi Magnússon
Fljótt skipast veður í lofti - Nú vill Milan kaupa Bakayoko
Mynd: Getty Images
AC Milan vill nú kaupa Tiemoue Bakayoko frá Chelsea en hann er á láni hjá ítalska félaginu. Í nóvember vildi liðið rifta lánssamningnum.

Bakayoko hefur spilað frábærlega eftir áramót með AC Milan og er orðinn einn allra mikilvægasti leikmaður liðsins. Paolo Maldini staðfestir að félagið vilji nú kaupa miðjumanninn.

„Hann hefur sýnt frábæran karakter og hefur komið til baka þrátt fyrir að hafa átt erfitt uppdráttar í byrjun. Við erum mjög ánægðir með hann og við ætlum að gera allt til þess að fá hann til okkar," segir Maldini sem að starfar hjá AC Milan einhversskonar ráðgjafi.

Bakayoko er búinn að spila 34 leiki fyrir liðið á tímabilinu.

AC Milan er í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti í ítölsku úrvalsdeildinni þega sjö umferðir eru eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner