Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 11. apríl 2019 11:10
Arnar Daði Arnarsson
Hewson byrjaður að æfa með Fylki - Andri Þór gæti misst af byrjuninni
Hewson hefur verið meiddur í vetur.
Hewson hefur verið meiddur í vetur.
Mynd: Aðsend
Andri Þór Jónsson gætu misst af byrjun tímabilsins.
Andri Þór Jónsson gætu misst af byrjun tímabilsins.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Miðjumaðurinn Sam Hewson sem gekk í raðir Fylkis frá Grindavík í vetur hefur verið meiddur í nær allan vetur.

Hann er þó byrjaður að æfa á nýjan leik með Fylki og lék til að mynda æfingaleik með liðinu gegn Þór á dögunum. Hann hefur æft með liðinu síðustu vikur.

„Hann er að æfa á fullu með okkur og nú er bara allt kapp lagt á það að hann komist í enn betra stand. Hann er auðvitað eftir á, í formi eðlilega," sagði Helgi Sigurðsson þjálfari Fylkis í samtali við Fótbolta.net aðspurður út í stöðuna á Hewson sem lék ekkert með Fylki í Lengjubikarnum.

„Við væntum þess að innan fárra vikna verði hann kominn í það stand sem hann á að vera í," sagði Helgi.

Andri Jónsson hefur verið að glíma við meiðsli í allan vetur en Helgi segir að hann sé allur að koma til. Þó sé lengra í að hann verði klár.

„Við þurfum að bíða aðeins lengur eftir honum. Hann er ekki byrjaður að æfa á fullu með okkur eins og Sam."

Þá tognaði Ragnar Bragi Sveinsson í æfingaferð Fylkis á dögunum en hann ætti að vera klár fyrir fyrsta leik Fylkis í Pepsi Max-deildinni. Fylkir mætir ÍBV í 1. umferðinni í Eyjum, laugardaginn 27. apríl.

Draumaliðsdeild Eyjabita fyrir Pepsi Max-deild karla opnaði í gær. Þar getur þú keypt bæði Sam Hewson, Andra Jónsson og Ragnar Braga Sveinsson í þitt lið.

Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner