Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 11. apríl 2019 15:00
Elvar Geir Magnússon
McTominay búinn að sýna að honum er treystandi
Leikurinn í gær var annar leikur McTominay í Meistaradeildinni á þessu tímabili.
Leikurinn í gær var annar leikur McTominay í Meistaradeildinni á þessu tímabili.
Mynd: Getty Images
Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður Manchester United, hrósar skoska miðjumanninum Scott McTominay í hástert fyrir frammistöðu hans í gær.

Þessi 22 ára leikmaður átti hörkuflottan leik í 0-1 tapi United í fyrri viðureigninni gegn Barcelona í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

„Hann óx vel inn í leikinn. Kraftur hans og ákefð... hann var miðpunkturinn í mörgu jákvæðu. Það er svona frammistaða sem fær leikmann til að finnast hann hafa alvöru hlutverk," segir Ferdinand sem er sérfræðingur hjá BT Sport.

„Hann var virkilega góður. Þetta var jákvæð frammistaða og hann hefur sannað fyrir Ole Gunnar Solskjær að honum er treystandi. Það er svakalega mikilvægt fyrir ungan leikmann."

Leikurinn í gær var annar leikur McTominay í Meistaradeildinni á þessu tímabili. Auk þess hefur hann leikið tólf úrvalsdeildarleiki, þar af sjö sem byrjunarliðsmaður.
Athugasemdir
banner
banner
banner