banner
   fim 11. apríl 2019 23:30
Arnar Helgi Magnússon
Telur að Vardy muni ekki snúa aftur í enska landsliðið
Mynd: Getty Images
Jamie Vardy lagði landsliðsskóna á hilluna í haust eftir að hafa spilað 26 leiki fyrir liðið.

Ástæðan var sú að að Gareth Southgate hefur verið að yngja upp liðið og taldi Vardy að hans tími væri búinn, enda orðinn 32 ára gamall.

Harry Kane meiddist illa á dögunum í leik gegn Manchester City og er óvíst hvort að hann nái undanúrslitaleiknum í Þjóðadeildinni gegn Hollendingum þann 6. júní.

Brendan Rodgers, stjóri Vardy, segir að hann muni að öllum líkindum ekki gefa kost á sér þó svo að Southgate leiti til hans.

„Það er svosem ekki mitt verk að tala um landsliðið en þetta er ákvörðun sem hann tók og hann hlýtur að standa og falla með henni, þó svo að við höfum ekkert rætt þetta," segir Rodgers.

„Hann tók þessa ákvörðun ekki bara fótboltans vegna heldur líka fjölskyldunnar."
Athugasemdir
banner
banner
banner