Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 11. apríl 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tölfræðin ekki með Fabian Delph í liði
Mynd: Getty Images
Tölfræðin er ekki í liði með Fabian Delph þegar kemur að leikjum Manchester City á þessu tímabili.

Af þeim sex leikjum sem Manchester City hefur tapað á tímabilinu þá hefur Delph byrjað í fimm þeirra.

Delph var í byrjunarliðinu þegar City tapaði gegn Tottenham í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á þriðjudagskvöld. Harry Kane, sóknarmaður Tottenham, fór af velli meiddur eftir viðskipti sín við Delph.

Delph er 29 ára gamall og hefur hann verið á mála hjá City frá 2015, þegar hann kom frá Aston Villa.

Delph er að upplagi miðjumaður en Pep Guardiola hefur mest notað hann í vinstri bakverði.



Athugasemdir
banner
banner
banner