sun 11. apríl 2021 10:30
Ívan Guðjón Baldursson
Álafoss að styrkja sig - Fjórir koma úr Lengjudeildinni
Þorlákur Ari fór upp um tvær deildir með Kórdrengjum.
Þorlákur Ari fór upp um tvær deildir með Kórdrengjum.
Mynd: Facebook
4. deildarlið Álafoss var að styrkja hópinn sinn fyrir sumarið með sjö nýjum leikmönnum, þar af eru fjórir sem koma frá félögum í Lengjudeildinni.

Bræðurnir Andri Már Ágústsson og Þorlákur Ari Ágústsson ganga í raðir liðsins en Þorlákur Ari lék 14 leiki með Kórdrengjum þarsíðasta sumar. Andri Már komst í fréttirnar á dögunum fyrir að vera dæmdur í agabann fyrir að fá rautt spjald í æfingaleik með Létti.

Þeir bræðurnir eru harðir í horn að taka og verða mikill liðsstyrkur fyrir Álafoss.

Þá voru Aron Fannar Sindrason, Daníel Már Aðalsteinsson og Gunnar Dan Þórðarson einnig að ganga í raðir liðsins frá Fram, Fjölni og Kórdrengjum. Þeir eru þó ungir og eiga ekki leiki að baki fyrir meistaraflokka sinna félaga.

Þorvaldur Rúnarsson er þá einnig genginn til liðs við Álafoss, frá Kríu, ásamt Orra Einarssyni sem kemur frá Fenri.
Athugasemdir
banner
banner