Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 11. apríl 2021 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dinamo Zagreb kynnir hugmyndir um nýjan, glæsilegan leikvang
Frá Maksimir vellinum þar sem Ísland á ekki góðar minningar.
Frá Maksimir vellinum þar sem Ísland á ekki góðar minningar.
Mynd: Getty Images
Króatíska félagið Dinamo Zagreb er með stórar hugmyndir fyrir framtíðina.

Félagið stefnir á að byggja nýjan og glæsilegan leikvang sem mun hafa pláss fyrir 34,000 áhorfendur.

Dinamo leikur núna á Stadion Maksimir og tekur hann um 35,000 áhorfendur. Króatíska landsliðið leikur einnig á vellinum sem er kominn til ára sinna.

Íslenska landsliðið á slæmar minningar frá Maksimir úr umspilinu frá HM 2014. Minningar sem við Íslendingar viljum helst ekkert hugsa um.

Hér að neðan má sjá myndir af vellinum sem yrði mjög glæsilegur ef hann yrði af veruleika.

[NOVI STADION] U trenucima kada naši igrači pišu nova vječna poglavlja slavnog Dinama, po prvi put predstavljamo ideju i...

Posted by GNK Dinamo Zagreb on Laugardagur, 10. apríl 2021

Athugasemdir
banner
banner