Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 11. apríl 2021 12:56
Ívan Guðjón Baldursson
England: Mögnuð innkoma Saint-Maximin breytti leiknum
Mynd: Getty Images
Burnley 1 - 2 Newcastle
1-0 Matej Vydra ('18)
1-1 Jacob Murphy ('59)
1-2 Allan Saint-Maximin ('64)

Burnley tók á móti Newcastle United í ensku fallbaráttunni og úr varð hörkuleikur þar sem Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði heimamanna.

Burnley var mun betra liðið í fyrri hálfleik og tók forystuna snemma þegar Matej Vydra skoraði eftir frábæra stoðsendingu frá Chris Wood.

Burnley komst nálægt því að tvöfalda forystuna en gestirnir frá Newcastle hefðu líklegast átt að fá dæmda vítaspyrnu sem var ekki dæmd. Staðan var því 1-0 í leikhlé.

Burnley hóf seinni hálfleikinn af krafti en Martin Dubravka gerði mjög vel á milli stanganna og hélt sínum mönnum í leiknum. Steve Bruce fékk nóg af slakri spilamennsku sinna manna og henti Allan Saint-Maximin og Callum Wilson inn á 58. mínútu til að breyta gangi mála.

Fyrsta sem Saint-Maximin gerði var að leika á varnarmann og leggja upp mark fyrir Jacob Murphy, sex mínútum síðar skoraði hann sjálfur eftir stórkostlegt einstaklingsframtak. Ótrúleg innkoma hjá Saint-Maximin sem gjörbreytti leiknum.

Allur kraftur virtist vera farinn úr liði Burnley og komust lærisveinar Steve Bruce nálægt því að skora þriðja markið undir lokin en James Tarkowski bjargaði á línu.

Niðurstaðan var því gríðarlega mikilvægur sigur fyrir Newcastle sem er núna sex stigum frá fallsvæðinu. Burnley er einu stigi ofar.

Jóhann Berg Guðmundsson spilaði allan leikinn og var tekinn útaf í uppbótartíma.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
2 Arsenal 32 22 5 5 75 26 +49 71
3 Liverpool 32 21 8 3 72 31 +41 71
4 Aston Villa 33 19 6 8 68 49 +19 63
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 33 13 9 11 52 58 -6 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 32 12 7 13 46 51 -5 43
12 Fulham 33 12 6 15 49 51 -2 42
13 Bournemouth 32 11 9 12 47 57 -10 42
14 Crystal Palace 32 8 9 15 37 54 -17 33
15 Brentford 33 8 8 17 47 58 -11 32
16 Everton 32 9 8 15 32 48 -16 27
17 Nott. Forest 33 7 9 17 42 58 -16 26
18 Luton 33 6 7 20 46 70 -24 25
19 Burnley 33 4 8 21 33 68 -35 20
20 Sheffield Utd 32 3 7 22 30 84 -54 16
Athugasemdir
banner
banner
banner