sun 11. apríl 2021 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísak Bergmann besti leikmaðurinn fæddur eftir 2000
Ísak í A-landsleik á dögunum.
Ísak í A-landsleik á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Bergmann Jóhannesson og félagar hans í Norrköping hefja í dag leik á nýju tímabili í sænsku úrvalsdeildinni. Norrköping á heimaleik við Sirius.

Ísak er efnilegasti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar að sögn sænska fjölmiðilsins Göteborgs-Posten, það er að segja besti leikmaðurinn fæddur eftir 2000.

Ísak, sem er 18 ára, spilaði stórt hlutverk hjá Norrköping í fyrra og það verða mörg augu á honum á næstu mánuðum enda hefur hann verið orðaður við stærstu félög Evrópu.

Göteborgs-Posten tók saman lista yfir bestu leikmenn deildarinnar sem eru fæddir eftir 2000. Á toppi listans er Skagamaðurinn ungi. Lucas Arnold, sem fjallar um íslensku Pepsi Max-deildina fyrir Football Radar, bendir á þetta á Twitter. Á listanum eru 25 leikmenn og Ísak, sem er fæddur árið 2003, er efstur.

Í Norrköping eru þrír aðrir efnilegir íslenskir fótboltamenn; Finnur Tómas Pálmason, Oliver Stefánsson og Jóhannes Kristinn Bjarnason. Ari Freyr Skúlason er einnig á mála hjá félaginu en hann er nú aðeins reynslumeiri.


Athugasemdir
banner
banner
banner