Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 11. apríl 2021 12:00
Ívan Guðjón Baldursson
Koeman: Allir í heiminum sáu að þetta var vítaspyrna
Mynd: Getty
Ronald Koeman var ósáttur eftir 2-1 tap Barcelona gegn Real Madrid í spænska boltanum í gærkvöldi.

Koeman var ósáttur með dómgæsluna og þá sérstaklega atvik sem átti sér stað á lokakaflanum þegar danski framherjinn Martin Braithwaite féll innan vítateigs.

„Þetta var augljós vítaspyrna en enn eina ferðina þurfum við að samþykkja slaka dómgæslu og þegja. Allir í heiminum sáu að þetta var vítaspyrna. Ég skil ekki hvers vegna við erum með VAR á Spáni ef þetta var ekki dæmt," sagði Koeman eftir leik.

„Hvernig voru svo bara fjórar mínútur í uppbótartíma í þessum leik? Dómarinn bætti fjórum mínútum við þegar það tók hann þrjár mínútur bara að skipta um heyrnatól."

Spænska titilbaráttan er ótrúlega spennandi fyrir lokakaflann þar sem aðeins eitt stig skilur þrjú efstu liðin að. Börsungar eru einu stigi eftir Madrídar-liðunum, en Atletico á leik til góða.

„Ég er mjög bjartsýnn fyrir lokakafla deildartímabilsins. Við munum berjast allt til loka og við teljum okkur eiga fína möguleika á titlinum."

Sjá einnig:
Barcelona vildi fá víti - Braithwaite stakk sér til sunds
Sjáðu atvikið: Koeman fór þegar fréttamaður tók ekki undir
Athugasemdir
banner
banner
banner