Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 11. apríl 2021 15:16
Ívan Guðjón Baldursson
Leikmenn Leicester fóru í heimapartý
Mynd: Getty Images
James Maddison, Hamza Choudhury og Ayoze Perez voru ekki í leikmannahópi Leicester í 3-2 tapi gegn West Ham United í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Þeir áttu að vera með en voru teknir út í refsingarskyni fyrir að brjóta sóttvarnarreglur í miðjum Covid faraldri.

The Sun greinir frá þessu eftir að orðrómur hafði sprottið upp um að fimm leikmenn Leicester hefðu farið í heimapartý. Harvey Barnes var sá fjórði en hann hefði hvort sem er misst af leiknum gegn West Ham vegna meiðsla. Ekki er ljóst hver fimmti maðurinn er.

Talsmaður frá Leicester staðfesti agabannið en neitaði að fara nánar út í málið. Brendan Rodgers var stuttur í svörum fyrir leikinn og sagði að leikmennirnir verða klárir í slaginn strax í næstu leiki, þar á meðal undanúrslit bikarsins.


Athugasemdir
banner
banner