Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 11. apríl 2021 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Nokkuð viss um að Sir Alex sé á annarri skoðun en Solskjær"
Sir Alex vann fjölda titla sem stjóri Man Utd.
Sir Alex vann fjölda titla sem stjóri Man Utd.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Tottenham, telur að goðsögnin Sir Alex Ferguson sé ósammála Ole Gunnar Solskjær, núverandi stjóra Manchester United, þegar kemur að titlum.

Mourinho mætir sínum fyrrum lærisveinum í dag þegar Tottenham tekur á móti Man Utd í ensku úrvalsdeildinni. Mourinho stýrði Man Utd frá 2016 til 2018 áður en Solskjær tók við.

Solskjær hefur ekki enn unnið titil sem stjóri Man Utd og þegar hann var spurður út í það á blaðamannafundi í síðasta mánuði sagði hann að hann væri aðallega að hugsa um árangur í deildinni, og að sigur í bikarkeppnum snerist um 'egó' fyrir suma knattspyrnustjóra og félög.

Mourinho var á blaðamannafundi í gær og þar svaraði hann Solskjær: „Ég er nokkuð viss um að Sir Alex sé á annarri skoðun en ég virði skoðanir Solskjær. Ég hugsa öðruvísi."

Sir Alex stýrði Man Utd frá 1986 til 2013 og vann fjölda titla, þar á meðal 13 úrvalsdeildartitla og tvo Meistaradeildartitla. Hann stýrði einnig United fimm sinnum til sigurs í FA-bikarnum og fjórum sinnum í deildabikarnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner