Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 11. apríl 2021 15:54
Ívan Guðjón Baldursson
Rodgers tók ákvörðun um að setja menn í agabann
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers sat fyrir svörum eftir 3-2 tap Leicester gegn West Ham United í ensku úrvalsdeildinni í dag og tjáði sig um fjarveru nokkurra leikmanna úr hópi Leicester.

Rodgers gat ekki nýtt Hamza Choudhury, James Maddison eða Ayoze Perez í leiknum vegna þess að hann sjálfur ákvað að setja þá í agabann fyrir brot á sóttvarnarreglum.

„Þetta er ákvörðun sem ég tók vegna því sem gerðist um síðustu helgi. Þetta eru allt góðir strákar en við erum með ákveðna staðla innan og utan vallar sem allir verða að fara eftir," sagði Rodgers.

„Strákarnir koma aftur í hópinn eftir helgina. Við erum búnir að eiga við þetta innan félagsins. Þetta er svekkjandi hegðun og slæm mistök sem verða ekki endurtekin."

Leicester á mikilvæga leiki framundan, meðal annars undanúrslitaleik í bikarnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner