Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 11. apríl 2021 13:45
Ívan Guðjón Baldursson
Steve Bruce: Erfitt að vera án lykilmanna
Mynd: Getty Images
Það hefur verið heitt undir Steve Bruce en hann var ánægður með frammistöðu sinna manna eftir 1-2 sigur Newcastle á útivelli gegn Burnley í dag.

Burnley leiddi í hálfleik og var mun betra liðið fyrstu 60 mínútur leiksins. Þá skipti Bruce tveimur lykilmönnum inná og hlutirnir breyttust, Allan Saint-Maximin lagði upp og skoraði á næstu sex mínútum.

„Þetta er stór sigur fyrir okkur en við eigum enn smá leið eftir ef við viljum bjarga okkur," sagði Bruce.

„Við höfum átt mjög erfitt tímabil sem hefur einkennst af meiðslum. Það er mjög erfitt að vera án lykilmanna stóran hluta tímabils, þið sáuð hvað leikmaður eins og Allan Saint-Maximin getur gert fyrir liðið."

Leikmenn Newcastle vildu fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik

„Fyrir mér er þetta hættuspark og þar af leiðandi vítaspyrna. Við sáum strák hjá Leeds fá rautt spjald fyrir það sama í gær. Var þetta ekki líka hættulegt?

„Við eigum erfiða leiki framundan og ég vona að leikmenn haldi sér frá meiðslum. Ég hef mikla trú á sjálfum mér en ég þarf að hafa lykilmennina heila til að ná árangri."

Athugasemdir
banner
banner