Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 11. apríl 2022 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Á 14. aldursári en er búin að gera fjögur mörk með meistaraflokki
Elísabet í leik með Völsungi.
Elísabet í leik með Völsungi.
Mynd: Hafþór Hreiðarsson
Elísabet Ingvarsdóttir, sem er á 14. aldursári, hefur verið að slá í gegn með Völsungi á þessu undirbúningstímabili.

Elísabet, sem lék með 4. flokki Völsungs í fyrra, hefur komið við sögu í sex leikjum með meistaraflokki í vetur. Það er óhætt að segja að hún hafi gert vel í þessum leikjum.

Á laugardag skoraði hún tvö mörk þegar Völsungur lagði KH að velli, 4-0.

Hún er núna alls búin að gera fjögur mörk í Lengjubikarnum þetta árið og er það ansi vel af sér vikið hjá eins ungum leikmanni.

Völsungur leikur í 2. deild kvenna í sumar og verður athyglisvert að sjá hversu mörg tækifæri Elísabet fær þar.
Athugasemdir
banner
banner
banner