Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 11. apríl 2022 14:00
Hafliði Breiðfjörð
Prag
Karolína Lea með Go-Pro á æfingunni í hótelgarðinum
Icelandair
Jóhann Ólafur setur GoPro á Karolínu Leu. Sóley er fremst á myndinni.
Jóhann Ólafur setur GoPro á Karolínu Leu. Sóley er fremst á myndinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóley tekur mynd af stelpunum á æfingunni í morgun.
Sóley tekur mynd af stelpunum á æfingunni í morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Karolína Lea Vilhjálmsdóttir leikmaður Bayern Munchen fékk óvænt verkefni á æfingu íslenska landsliðsins í Prag í morgun.



Jóhann Ólafur Sigurðsson fjölmiðlafulltrúi liðsins bað hana um að setja á sig GoPro myndavél til að mynda hennar hlið af æfingunni. Vélina bar hún þegar liðið var í reit í upphitun.

Eflaust má búast við að upptökuna megi svo sjá á miðlum KSÍ innan skamms.

Af fjölmiðlamálum hjá KSÍ er annars það að frétta að Sóley Guðmundsdóttir mætti hingað til móts við liðið þegar það kom hingað.

Sóley var nýlega ráðin í fullt starf inn á Samskiptadeild KSÍ og verður Jóhanni Ólafi innan handar hér í Prag, Sóley er leikmaður Stjörnunnar í Bestu deild kvenna og mun væntanlega þurfa að samtvinna starfið með fótboltanum.

Leikur Tékklands og Íslands verður klukkan 15:30 að íslenskum tíma á morgun. Ísland er í öðru sæti í C-riðli undankeppninnar með tólf stig eftir fimm leiki. Holland er á toppnum með fjórtán stig en hefur leikið leik meira. Tékkar koma svo í þriðja sæti með fimm stig.

Sigurvegari riðilsins mun fara beint í lokakeppnina en liðið sem endar í öðru sæti fer í umspil. Ísland tryggir sér því að minnsta kosti umspilssæti með sigri á morgun. Holland og Ísland mætast ytra í lokaumferðinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner