Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 11. apríl 2022 21:25
Victor Pálsson
Rangnick ekki haft nein áhrif
Mynd: EPA

Ralf Rangnick hefur ekki haft nein áhrif hjá Manchester United síðan hann kom inn sem þjálfari liðsins samkvæmt fyrrum leikmanni Arsenal, Perry Groves.


Gengi Man Utd hefur ekki batnað mikið síðan Rangnick kom inn í nóvember í fyrra en hann tók þá við af Ole Gunnar Solskjær.

Rangnick á aðeins að stýra skútunni út tímabilið en nýr þjálfari verður svo ráðinn í sumar og færir Þjóðverjinn sig í starf yfirmanns knattspyrnumála.

Groves lék á sínum tíma 156 leiki fyrir Arsenal og hefur tjáð sína skoðun í samtali við TalkSport.

„Ég hef ekki séð hann hafa nein áhrif. Ég veit ekki hvort þeir vilji halda boltanum, hvort þeir vilji pressa andstæðinginn eða hvort þeir vilji nota skyndisóknir," sagði Groves.

„Ég veit að allir aðrir þjálfarar elska hann vegna hugmyndafræðinnar. Hann horfir yfir búningsklefann og þeir horfa á hann og hugsa: 'hvað er á ferilskránni þinni?'

„Samband allra leikmanna Manchester United er brákað, það er engin samheldni þarna. Rangnick er þess vegna að synda gegn straumnun því þetta var ástandið áður en hann kom inn."

Man Utd tapaði 1-0 gegn Everton um helgina og situr í sjöunda sæti deildarinnar með 51 stig úr 31 leik.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner