Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 11. maí 2019 12:58
Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Nielsen frá keppni næstu tvo mánuði
Gunnar eftir að hann brotnaði í gær.
Gunnar eftir að hann brotnaði í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Nielsen markvörður FH er brotinn á hendi og verður frá keppni næstu tvo mánuði.

Þetta kom fram í máli Halldórs Orra Björnssonar liðsfélaga hans í útvarpsþættinum Fótbolta.net núna í hádeginu.

„Hann er brotinn og mér skilst að hann verði frá næstu tvo mánuði," sagði Halldór Orri.

Gunnar sem er færeyski landsliðsmarkvörðurinn meiddist í leiknum gegn KA í gær og varð að fara af velli á 68. mínútu.

Ef hann verður frá keppni er ljóst að hann spilar ekki fyrr en í 12. umferð og missir því af 8 leikjum í Pepsi Max-deildinni auk Mjólkurbikarsins þar sem FH mætir ÍA um mánaðarmótin.

Hann missir líka af landsleikjum Færeyja gegn Spáni og Noregi í næsta mánuði.

Vignir Jóhannesson leysti stöðu hans í gær en FH er einnig með unglingalandsliðsmanninn Daða Frey Arnarsson á sínum snærum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner