Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 11. maí 2020 14:31
Elvar Geir Magnússon
Ætla að leyfa kappleiki á Englandi í næsta skrefi ríkisstjórnarinnar
Boltinn gæti byrjað að rúlla í júní
Fyrir utan Anfield, heimavöll Liverpool.
Fyrir utan Anfield, heimavöll Liverpool.
Mynd: Getty Images
Breska ríkisstjórnin tilkynnti í dag að engir íþróttaviðburðir á efsta stigi yrðu á Englandi fyrr en í fyrsta lagi þann 1. júní.

Næsta skref í áætlun ríkisstjórnarinnar til að hindra útbreiðslu kórónaveirunnar á að taka gildi í næsta mánuði en þá er stefnan að létta á takmörkunum.

Þá er stefnt á því að íþróttaviðburðir megi fara fram en verði án áhorfenda.

Ensku úrvalsdeildarfélögin hittast í dag til að ræða endurkomuáætlun ensku úrvalsdeildarinnar en fréttir dagsins auka líkurnar á því að hægt sé að hefja leik að nýju í næsta mánuði.
Athugasemdir
banner
banner
banner