mán 11. maí 2020 09:30
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Atli Sigurjóns: Er að lenda í því sama og Chandler í Friends
Atli og Gary Martin.
Atli og Gary Martin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vinasamband Atla Sigurjónssonar og Gary Martin er eitt það frægasta í íslenskum fótbolta síðasta áratuginn. Þeir bjuggu saman um tíma og hafa lent í ýmsum ævintýrum.

Þeir léku saman með KR á sínum tíma en Gary er nú leikmaður ÍBV í Vestmannaeyjum.

Atli var að sjálfsögðu spurður út í Gary Martin útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 en það er eitthvað sem hann er mjög vanur!

„Þetta er svo fyndið. Mér finnst ég vera að lenda í því sama og margir leikarar. Eins og Chandler í Friends, sama hversu mörgum bíómyndum hann leikur í þá er hann bara Chandler og fær spurningar um Friends," sagði Atli kíminn.

„Gary bjó hjá mér í einn og hálfan mánuð fyrir löngu en sumir halda að við búum ennþá saman!"

„Það er sama hvern maður hittir, kannski einvern kall bara í Krónunni, þá talar hann um hvernig KR gengur og spyr svo: 'Og hvernig hefur Gary það?'"

„Við erum vinir og heyrumst mjög reglulega en við búum ekki saman," segir Atli um vin sinn. Hann var þá spurður út í þær sögusagnir að Gary gæti verið erfiður.

„Þú þart bara að leyfa Gary að vera Gary og þá er ekkert vesen á honum," sagði Atli Sigurjónsson en viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan eða í Podcast forritum.
Atli Sigurjóns um hæðir og lægðir - „Var erfitt að mótivera sig"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner