Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 11. maí 2020 11:10
Brynjar Ingi Erluson
Coutinho frá í sex vikur
Philippe Coutinho spilar ekki meira í þýsku deildinni
Philippe Coutinho spilar ekki meira í þýsku deildinni
Mynd: Getty Images
Brasilíski sóknartengiliðurinn Philippe Coutinho verður frá næstu sex vikurnar eftir að hann fór á aðgerð á ökkla en þetta kemur fram í Mundo Deportivo.

Coutinho er á láni hjá Bayern München frá Barcelona en liðsfélagar hans í Þýskalandi eru að gera sig klára í að hefja tímabilið á nýjan leik eftir að deildin fékk grænt ljós frá Angelu Merkel, kanslara Þýskalands.

Brasilíski leikmaðurinn mun þó ekki ná lokasprettinum hjá Bayern en hann verður frá næstu sex vikurnar.

Samkvæmt Mundo Deportivo þá fór Coutinho í aðgerð á ökkla á dögunum og er tímabilið því búið hjá honum.

Það er þó möguleiki á að hann nái lokakeppninni í Meistaradeildinni í ágúst en það fer þó eftir því hvort Barcelona gefi grænt ljóst á að framlengja lánið um tvo mánuði. Bayern hefur ákveðið að nýta ekki kaupréttinn á Coutinho þegar láninu lýkur.
Athugasemdir
banner
banner