Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 11. maí 2020 16:39
Elvar Geir Magnússon
Ensk félög mótfallin því að spila á hlutlausum völlum
Brighton þakkar heilbrigðisstarfsfólki með borða við heimavöll sinn.
Brighton þakkar heilbrigðisstarfsfólki með borða við heimavöll sinn.
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildin mun biðja ríkisstjórnina um að leyfa félögum að nota sína eigin leikvanga til að klára tímabilið. Talað hefur verið um að spila á hlutlausum völlum en félögin virðast ekki geta náð samkomulagi um það.

Öll félögin 20 funduðu í dag og segir ESPN að yfir helmingur þeirra séu mótfallin því að spila á hlutlausum völlum.

Á fundinum var þó ákveðið að framlengja þá leikmannasamninga sem áttu að renna út 30. júní.

Meiri bjartsýni er á að ná að klára tímabilið eftir tilkynningu bresku ríkisstjórnarinnar um að stefnan sé sett á að leyfa kappleiki bak við luktar dyr í næsta mánuði.

Á fundinum í dag var ekki kosið um neitt varðandi endurkomuáætlunina 'Project Restart' en nú er áætlað að félögin kjósi um tillögur í næstu viku. Áfram verður stefnt á að reyna að hefja tímabilið aftur þann 12. júní en leikmenn og starfslið verða þá skoðuð af læknum tvisvar í viku.
Athugasemdir
banner
banner
banner