banner
   mán 11. maí 2020 19:50
Aksentije Milisic
Ensk félög ræddu í fyrsta sinn um að stytta tímabilið
Mynd: Chateau
Félög ensku úrvalsdeildarinnar ræddu um það hvað gæti gerst ef tímabilið í ensku úrvalsdeildinni nær ekki að klárast. Richard Masters, framkvæmdarstjóri úrvalsdeildarinnar, greindi frá þessu eftir fund með öllum tuttugu liðum deildarinnar.

Félögin hafa enn trú á því að hægt verði að klára tímabilið þrátt fyrir að það séu tæpir tveir mánuðir síðan deildin var stoppuð en það var gert þegar Mikel Arteta, stjóri Arsenal, greindist með veiruna. Félögin vonast einnig eftir því að það þurfi ekki að spila leikina sem eftir eru á hlutlausum leikvöngum.

Eftir tilkynningu bresku ríkisstjórnarinnar um stefnuna að leyfa kappleiki án áhorfenda í næsta mánuði, er meiri bjartsýni á að það náist að klára þetta keppnistímabil.

„Ég er ánægður með að segja frá því að í fyrsta skipti var möguleikinn að stytta tímabilið ræddur á meðal félaganna. Ég get þó ekki sagt meir frá því, það er trúnaðarmál," sagði Masters.

„Engar niðurstöður fengust um önnur plön. Þetta eru samræður sem við þurfum að halda áfram að eiga í framtíðinni."

Sjá einnig:
Ensk félög mótfallin því að spila á hlutlausum völlum
Samningar framlengjast og möguleiki á lengingu lánssamninga

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner