Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 11. maí 2020 10:37
Elvar Geir Magnússon
Forseti La Liga bindur vonir við 12. júní
Vicente Esquerdo, leikmaður Valencia, setur á sig grímu fyrir æfingu.
Vicente Esquerdo, leikmaður Valencia, setur á sig grímu fyrir æfingu.
Mynd: Getty Images
Javier Tebas, forseti La Liga, vonast til að spænska deildin geti farið af stað aftur þann 12. júní.

Hann segir að allir leikmenn verði skoðaðir af læknum sem geri það að verkum að „engin áhætta sé tekin"

Sýnatökur á leikmönnum hófust í síðustu viku en fimm leikmenn hafa greinst með kórónaveiruna í efstu tveimur deildum Spánar.

„Ég vil sjá deildina fara aftur af stað 12. júní. En það þarf að fara varlega. Það eru margir þættir sem þurfa að vera í lagi, þættir sem snúast ekki bara að fótbolta heldur spænsku samfélagi," segir Tebas.

„Það er engin áhætta tekin í leikjunum sjálfum því allir leikmenn verða skoðaðir."

Stefnan er að klára keppni á Spáni í júlí en stefnt er að því að Evrópukeppnirnar klárist í ágúst. Leikið verður bak við luktar dyr. Spánn er það land sem hefur hvað verst orðið fyrir barðinu á kórónaveirufaraldrinum í Evrópu. 26.621 hafa látist í landinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner