Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 11. maí 2020 20:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: RÚV 
Fyrsta smitið í hvítrússnesku deildinni
Úr leik í hvítrússnesku deildinni á þessari leiktíð.
Úr leik í hvítrússnesku deildinni á þessari leiktíð.
Mynd: Getty Images
Knattspyrnukappleikir hafa ekki verið margir undanfarna mánuði en þó hefur verið leikið í Níkaragva og Hvíta-Rússlandi svo dæmi séu tekin. Heimsfaraldurinn hefur sett stórt strik í reikninginn.

Í Hvíta-Rússlandi kom í fyrsta sinn alvöru babb í bátinn í dag þar sem óttast er að einn leikmaður í lið FC Minsk sé smitaður. Búið er að fresta komandi leik liðsins við Neman Grodno sem fram átti að fara um komandi helgi.

Allir leikir í fyrstu átta umferðum hvítrússnesku úrvalsdeildarinnar hafa farið fram til þessa en nú er ekki jafn bjart yfir í kortunum og útlit fyrir að fleiri frestanir muni fylgja í kjölfarið.

Willum Þór Willumsson er leikmaður toppliðs BATE og er hann eini Íslendingurinn í deildinni. BATE fór brösulega af stað í deildinni en liðið hefur rétt skútuna við og er komið í toppsæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner