mán 11. maí 2020 23:00
Aksentije Milisic
Giggs segir fjóra leikmenn hafa fengið sérmeðferð hjá Ferguson
Giggs og Ronaldo.
Giggs og Ronaldo.
Mynd: Getty Images
Ryan Giggs, fyrrverandi leikmaður Manchester United, hefur sagt frá því hvernig Sir Alex Ferguson náði fram því besta úr leikmönnum sínum.

Giggs nefndi þá fjóra leikmenn sem voru þeir einu sem fengu ekki hina goðsagnakenndu hárblásarameðferð frá Ferguson. Þá segir Giggs að Ferguson hafi verið meistari í sálfræði.

„Það voru þrír eða fjórir leikmenn sem fengu aldrei að heyra það frá stjóranum," segir Giggs.

„Eric Cantona var einn af þeim, Bryan Robson, Roy Keane og Cristiano Ronaldo. Þeir voru allir á sinn hátt sigurvegarar. Þeir gerðu sitt á vellinum, svo honum fannst hann ekki þurfa að æpa á þá."

„Það voru sumir leiki þar sem Cantona gerði ekki neitt. Hann skoraði ekki, hann var ekki að hlaupa mikið eins og Tevez eða Rooney. Þá hugsuðum við: „Núna hlýtur stjórinn að láta hann heyra það". En það gerðist aldrei. Síðan í næsta leik átti Cantona stórleik og skoraði. Þú vissir alltaf að hann myndi bæta upp fyrir slæman leik."

„Ferguson var meistari í sálfræði. Hann vissi hvernig átti að ná fram því besta úr leikmönnum. Hvort sem það var að öskra á þá eða taka utan um þá og hugga þá. Hann fékk alltaf jákvæð svör frá leikmönnunum inni á vellinum."
Athugasemdir
banner
banner
banner