Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 11. maí 2020 11:40
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
„Hefur fjarlægst fótboltann smám saman"
Bergsveinn og Rasmus voru lykilmenn hjá Fjölni í fyrra en eru horfnir á braut.
Bergsveinn og Rasmus voru lykilmenn hjá Fjölni í fyrra en eru horfnir á braut.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir var í neðsta sæti í ótímabæru spánni hjá útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 um helgina.

Grafarvogsliðið hefur misst lykilmenn frá hópnum sem tryggði endurkomu í efstu deild en Bergsveinn Ólafsson fyrirliði tilkynnti fyrir helgi að hann hefði ekki lengur áhuga á fótbolta og skórnir væru komnir upp á hillu.

„Þeir hafa misst miðvarðaparið sitt. Þeir misstu besta leikmann liðsins í fyrra, Rasmus Christiansen, aftur í Val og nú er fyrirliðinn og ákveðinn andlegur leiðtogi liðsins farinn. Bergsveinn hefur haldið utan um þennan hóp," segir Tómas Þór Þórðarson.

„Beggi er góður strákur og þegar hann kom nýlega í viðtal til okkar geislaði af honum jákvæðnin og hvað hann væri spenntur fyrir þessu. Hann hélt 'klefahitting á Zoom' og svona."

„Það glittir í mót og þá gefur fyrirliði nýliðanna út að hann nenni þessu ekki. Hann er mikill leiðtogi inni á vellinum og þeir eru að missa svakalega rödd úr ekki mjög reynslumiklu liði."

Elvar benti á að þrír leikmenn Fjölnis sem voru í hópnum í liði ársins í Inkasso-deildinni í fyrra séu farnir. Fyrir utan varnarmennina Rasmus og Bergsvein er það sóknarmaðurinn Albert Brynjar Ingason sem fór í Kórdrengi.

„Þeir þrír leikmenn sem voru fyrstir á blað hjá þeim í fyrra eru farnir þegar liðið er komið í miklu betri deild. Leið og Zoom fundunum lauk og liðin þurftu að mæta aftur út á fótboltavöll sagði Beggi takk og bless. Hann hefur einbeitt sér að fyrirlestrum og að vera peppari," segir Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór bætir við að fótboltinn hefði augljóslega færst neðar á blaðið hjá Bergsveini síðustu ár.

„Hann er búinn að vera að fjarlægjast fótboltann smám saman svo ákvörðunin kemur mér ekki brjálæðislega á óvart en tímapunkturinn kemur mér á óvart. Þetta er mjög vont fyrir liðið. Þetta lítur ekki vel út hjá Fjölni fyrir sumarið og liðið er ekki með alvöru markaskorara," segir Tómas.

Sjá einnig:
Beggi Ólafs: Erfiðasta sem ég hef gert í langan tíma
Ási Arnars: Áfall fyrir okkur og högg í magann
Ótímabær spá fyrir Pepsi Max byggð á sandi - Blaut tuska fyrir Fjölni
Athugasemdir
banner
banner
banner