Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 11. maí 2020 08:17
Elvar Geir Magnússon
Ræða Boris gaf Neville ekki ástæðu til bjartsýni
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.
Mynd: Getty Images
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands ávarpaði þjóð sína í gærkvöldi og ræddi um næstu skref til að hindra útbreiðslu kórónaveirunnar.

Sparkspekingurinn Gary Neville horfði á ræðuna og er ekki bjartsýnn fyrir hönd 'Project Restart' áætlun ensku úrvalsdeildarinnar. Samkvæmt þeirri áætlun er stefnan að deildin fari aftur af stað í næsta mánuði.

Boris minntist ekkert á það í ræðu sinni hvenær íþróttakappleikir gætu farið aftur af stað í landinu.

Til að enska úrvalsdeildin geti farið aftur af stað þarf ríkisstjórnin að gefa grænt ljós en miðað við ræðuna telur Neville að áætlanir enska boltans muni færast aftar.

Í dag verður fundur milli allra 20 félaga ensku úrvalsdeildarinnar þar sem rætt verður um áætlanir um að klára tímabilið.

Boris Johnson segir ekki tímabært að aflétta útgöngubanni en Bretland hefur farið hrikalega illa út úr faraldrinum. Hversu seint stjórnvöld gerðu sér grein fyrir alvarleika veirunnar er kennt um.


Athugasemdir
banner