Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 11. maí 2020 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Ramos: Þjóðin þarf á fótbolta að halda
Sergio Ramos
Sergio Ramos
Mynd: Getty Images
Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid á Spáni, segir að spænska þjóðin þurfi á fótbolta að halda til þess að dreifa huganum frá kórónaveirunni.

Spænska deildin vinnur nú með ríkinu til að koma deildinni aftur af stað en líkur eru á því að hún hefjist aftur um miðjan júní.

„Ég get ekki beðið eftir að spila aftur og að allt fari í sama horf en við verðum að sýna aga svo við getum eytt þessum vírus," sagði Ramos.

„Ég vil senda stuðning á alla þá sem hafa misst ástvini. Við munum komast í gegnum þetta og verðum að vinna saman."

„Þetta tekur allt sinn tíma ne þjóðin þarf fótbolta á þessum erfiðu tímum til þess að dreifa huganum," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner