Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 11. maí 2020 10:00
Elvar Geir Magnússon
Rangnick: Werner myndir smellpassa í Liverpool
Timo Werner er 24 ára.
Timo Werner er 24 ára.
Mynd: Getty Images
Þrátt fyrir stöðuga orðróma um áhuga Liverpool á sóknarmanninum Timo Werner hjá RB Leipzig hefur enska félagið enn ekki komið með tilboð.

Ralf Rangnick, íþróttastjóri Leipzig, segir að Werner myndi smellpassa í leikstíl Liverpool.

„Síðan Timo hefur þróast undir Julian Nagelsmann hefur hans öflugasta vopn verið snöggar og breytilegar hreyfingar og hversu kraftmikill hann er í því að klára færin. Hann myndi smellpassa í Liverpool sem er með svipaðan leikstíl og við. Ég myndi samt frekar vilja sjá hann áfram hjá okkur," segir Rangnick.

Jurgen Klopp hefur lengi verið aðdáandi Werner og talið er að hann vilji bæta við úrvalið í sóknarlínu sinni. Werner er með 52 milljóna punda riftunarákvæði í samningi sínum.

„Að lokum er það í höndum Timo að ákveða hvað hann vill gera. Hér í Leipzig veit hann nákvæmlega hvað hann hefur. Hér getur hann spilað Meistaradeildarfótbolta aftur á næsta tímabili. Hann er líka leikmaður sem þarf traust. Hann skilar sínu ef þjálfarinn leggur traust sitt á hann," segir Rangnick en hjá Liverpool færi Werner í gríðarlega samkeppni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner