Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 11. maí 2020 13:30
Elvar Geir Magnússon
Redknapp: Ekki hægt að tryggja öryggi leikmanna enn
Jamie Redknapp.
Jamie Redknapp.
Mynd: Getty Images
Jamie Redknapp, fyrrum leikmaður Liverpool og Tottenham, segir að hann væri ekki hrifinn af því að hefja æfingar aftur í þessu ástandi ef hann væri enn að spila.

Verið er að funda um endurkomuáætlun ensku úrvalsdeildarinnar og hvenær æfingar geta hafist með takmörkunum. Redknapp telur að enn sé ekki hægt að tryggja öryggi leikmanna.

„Ég væri stressaður ef ég væri leikmaður. Leikmenn þurfa að vera vissir um að öryggi þeirra sé tryggt. Ég tel að ekki sé hægt að gera það núna," segir Redknapp.

„Ég er hræddur um að það muni koma upp frekari vandamál þegar við reynum að koma fótboltanum aftur af stað. Það er heimsfaraldur þar sem hundruðir deyja á hverjum degi og við erum að ræða um að spila fótbolta með fullri snertingu."

„Við þurfum að fá fótboltann aftur til að lyfta upp anda þjóðarinnar en bara þegar fólk er hætt að deyja."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner