Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 11. maí 2020 12:58
Elvar Geir Magnússon
Ríkisstjórn Bretlands vill ítarlegar upplýsingar um áætlun úrvalsdeildarinnar
Enn er lás fyrir utan heimavöll Bournemouth.
Enn er lás fyrir utan heimavöll Bournemouth.
Mynd: Getty Images
Í þessari viku gæti skýrst betur hvernig og hvort hægt verði að klára tímabilið í ensku úrvalsdeildinni.

Endurkomuáætlun deildarinnar, 'Project Restart', verður til umræðu á fundi félaganna tuttugu í dag.

Forsætisráðherrann Boris Johnson talaði ekkert um það í ræðu sinni í gær hvenær íþróttakappleikir gætu farið aftur af stað í landinu en búist er við því að í dag verði tilkynnt að æfingar íþróttaliða geti hafist með takmörkunum á næstunni.

Hingað til hafa aðeins einstaklingsæfingar verið leyfðar.

Í morgun var settur saman spurningalisti frá ríkisstjórninni þar sem hún óskar eftir ítarlegum upplýsingum um 20 atriði varðandi endurkomuáætlun ensku úrvalsdeildarinnar. Um er að ræða upplýsingar varðandi áætlanir um öryggi, lækniseftirlit, áhorfendur og fleira.

Stjórnmálamenn á Englandi hafa mikið talað um að endurkoma ensku úrvalsdeildarinnar myndi lyfta anda þjóðarinnar.

Félögin eru ekki sammála um hvort að leika eigi á hlutlausum völlum en síðar í þessum mánuði verður kosið um það. 14 af 20 félögum verða að samþykkja svo það verði gert.
Athugasemdir
banner
banner
banner