Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 11. maí 2020 18:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Möguleiki að framlengja samninga og lánssamninga
Odion Ighalo er að láni hjá Manchester United.
Odion Ighalo er að láni hjá Manchester United.
Mynd: Getty Images
Fulltrúar félaganna í ensku úrvasldeildarinnar funduðu stíft í dag og var helsta niðurstaða fundarins sú að félögin eru mótfallin því að spila á hlutlausum völlum þegar boltinn byrjar aftur að rúlla.

Á fundinum var ákveðið að félög fái möguleika á að framlengja þá leikmannasamninga sem áttu að renna út 30. júní. Einnig var rætt um mögulega skerðingu á mótinu þ.e. fækkun leikja til að ljúka tímabilinu en ekkert hefur verið ákveðið.

Þá var rætt um stöðu þeirra leikmanna sem eru á lánssamningum sem renna út undir lok júní. Samþykkt var að þá samninga mætti framlengja ef allir þrír aðilar eru samþykkir því.

Þ.e. félagið sem leikmaður er samningsbundinn, leikmaðurinn sjálfur og félagið sem leikmaðurinn er á láni hjá.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner