mán 11. maí 2020 19:00
Elvar Geir Magnússon
Segir Chiesa ánægðan hjá Fiorentina
Federico Chiesa.
Federico Chiesa.
Mynd: Getty Images
Joe Barone framkvæmdastjóri Fiorentina segir að ítalska félagið sé að vinna í því að halda Federico Chiesa og Gaetano Castrovilli en leikmennirnir hafa skapað mikinn áhuga.

Barone segir að Chiesa og Castrovilli séu ánægðir í herbúðum félagsins.

„Castrovilli er einn af hæfileikaríku ítölsku leikmönnunum sem við leggjum traust á. Hann hefur möguleika á að verða enn betri og veit hver okkar metnaður er," segir Barone um miðjumanninn Castrovilli sem er 23 ára.

Federico Chiesa, sem er sonur Enrico Chiesa, er 22 ára kantmaður sem hefur vakið athygli stærri félaga í Evrópu.

„Federico er ánægður hjá okkur. Hann er samningsbundinn. Sjáum hvað gerist eftir tímabilið."

Óvíst er hvenær ítalska A-deildin fer aftur af stað en Fiorentina var í þrettánda sæti þegar keppni var frestað vegna kórónaveirufaraldursins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner