Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 11. maí 2020 10:30
Elvar Geir Magnússon
Segir mögulegt að Zlatan gangi í raðir Hammarby
Zlatan Ibrahimovic.
Zlatan Ibrahimovic.
Mynd: AC Milan
Jesper Jansson, íþróttastjóri sænska félagsins Hammarby, segir að að sé möguleiki að Zlatan Ibrahimovic snúi aftur í sænsku deildina og spili fyrir félagið.

Zlatan á 25% hlut í Hammarby og hefur æft með liðinu undanfarnar vikur. Þessi 38 ára sóknarmaður er samningsbundinn AC Milan til sumar og snýr aftur til Mílanó í dag.

„Það hefur verið verulega jákvætt að hafa Zlatan hérna á æfingum, sérstaklega á þessum fordæmalausu tímum. Það hefur verið mikil fjölmiðlaathygli og þetta hefur verið jákvætt fyrir sænska boltann og leikmenn okkar," segir Jansson.

Aron Jóhannsson leikur með Hammarby og miðað við orð Jansson er mögulegt að hann muni í framtíðinni spilar með Zlatan í fremstu víglínu liðsins.

Stuðningsmenn Hammarby eiga sér þann draum að sjá Zlatan ganga í raðir félagsins.

„Ég tel að það sé möguleiki en það er bara Zlatan sjálfur sem veit það fyrir víst. Ég hef lært það að hann segir ekkert nema hann sé orðinn 100% öruggur," segir Jansson.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner