Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 11. maí 2020 08:27
Elvar Geir Magnússon
Þjóðverjar halda ótrauðir áfram - Ætla að byrja um helgina
Angela Merkel, kanslari Þýskalands.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands.
Mynd: Getty Images
Þjóðverjar ætla að hefja keppni í tveimur efstu deildum sínum um næstu helgi, þrátt fyrir að allur leikmannahópur B-deildarliðsins Dynamo Dresden sé kominn í sóttkví.

Tveir leikmenn liðsins greindumst með kórónaveiruna og liðið getur ekki spilað fyrstu tvo leik sína sem ætlaðir voru gegn Hannover þann 17. maí og gegn Fürth viku síðar.

Christian Seifert, framkvæmdastjóri þýsku deildarinnar, segir að þetta breyti þó ekki áætlunum um að tímabilið fari aftur af stað á laugardaginn.

„Við þurfum að skoða hvað verður gert með þessa leiki sem Dynamo Dreden getur ekki spilað í B-deildinni. Okkar markmið og áætlanir breytast samt ekki. Við ætlum að klára tímabilið," segir Seifert.

Dresden garf að spila gríðarlega þétt þegar liðið er komið úr sóttkví og gæti lent í því að spila þrjá leiki á einni viku. Seifert segir að nægileg pláss sé í leikjadagskránni svo Dresden geti klárað alla sína leiki.

Það er þó ljóst að ekki má mikið meira út af bregða svo mótahaldið í þýskalandi fari í uppnám.
Athugasemdir
banner
banner
banner